Hvað hétu hjónin ?

Í fréttinni segir frá sorglegum atburði er ekkja manns lést er líkbíllin á leið til jarðarfarar lenti í árekstri. Konan hét Marceiana Silvia Barcelos og er talað um Barcelos hjónin. Hins vegar er sagt í lok fréttarinnar að eiginmaðurinn hafi heitið Jose Silveira Coimbra. Ekki að það skipti mig nokkru máli. Sé ekki alveg hvað þetta kemur okkur við.
mbl.is Ekkjan lést á leið í kirkjugarðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarbústaðarferð

Um síðustu helgi fór ég í hina langþráðu ferð í sumarbústað með Meyjardansinum mínum. Við fórum í rigningu og roki í bústað í Gljúfri sem er milli Selfoss og Hveragerðis. Þetta var afslöppunarferð. Við höfðum það notalegt og dekruðum hver við aðra með nuddi, kremum og naglalakki og framtíðarspám.

 pedicure   Særún og Björk heilun eða dekur?

Tvær fóru í nudd í Heilsuhælinu sem ku vera afar notalegt, en þar sem eg þarf nú að vera samansaumuð Bónusbudda varð ég eftir á meðan þær fóru og lagði mig enda haðfi ég vaknað með þeim eldsnemma um morgunin eftir svefnlausa nótt þar sem bústaðutinn tókst næstum á loft í ótal vindkviðum næturinnar. Þær voru á við meðal jarðskjalfta en sennilega hefur fólk á Suðurlandi ekki fundið fyrir þessu enda ýmsu vant.

Ég varð síðan að slíta mig frá þessu káta fólki til að komast með skautadrenginn minn í bæinn en sá átti að keppa eldsnemma morguninn eftir.  Lentum í ofsaroki og hagléli sem að vetur væri á heimleiðinni.Þegar við svo mættum í Skautahöllina var enginn ís og keppninni frestað þar til seinna þann dag.  En hann stóð sig mjög vel og það er á slíkum stundum móðurhjartað er vel hlýtt og vesen við ofurskautaskutl gleymist á einu vetvangi.


Fjölskyldumál

Hef ekki haft mikla þörf fyrir að blogga að undanförnu, en kannski breytist það eitthvað. Hef þó verið að fást við hitt og þetta.

Var um daginn á ráðstefnu um fjölskylduna sem haldin var á vegum Þjónsutumiðstöðvar Breiðholts i Gerðurbergi í tilefni af Breiðholtsdögum. Hún gekk vel og var aðstandendum til sóma. Þar kom fram að fjölskyldan er enn meginstoð fólks í þessu samfélagi en hlutverk hennar breytilegt eftir tíðaranda. Alltaf hefur því verið haldið fram að allt sé að fara á versta veg og að fjölskyldan sé að brotna í ölduróti breytinga í samfélaginu. Það virðist þó ekki vera reyndin, enda held ég að fjölskyldan muni halda áfram að vera hornsteinn samfélagins þó að á breytilegan hátt sé. Það sem ég hef meiri áhyggjur af eru að þeir sem ekki hafa sterka fjölskyldu á bak við sig eiga oft lítið sem ekkert stuðningsnet í lífsbaráttunni og það er það sem við þurfum að bæta á vegum samfélagsins. Ef til vill er það samfélagsábyrgðin sem er að minnka og tilfining okkar fyrir samstarfi okkar allra.


örlög þeirra sem lokast inni í lyftu

Fyrra blogg átti við frétt um að Clinton hefði fest inni í lyftu


mbl.is Bill Clinton festist í lyftu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Átti þessi lyfta eftir að ráða örlögum lífs míns?"

Tilvitnun í Snjólaugu Bragadóttur úr bókinni Lokast inni í lyftu. Sjá fyrri færslu um Meyjardansinn minn.

Úrvalið

Einn hópurinn sem ég tilheyrier Úrvalið. Við hittumst einu sinni í mánuði og höfum gert það í 26 ár. Það sem við eigum sameiginlegt er að hafa útskrifast úr FÓSTURSKÓLA íSLANDS 1982, en við erum úrval þeirra sem útskrifuðumst það ár. Við erum 10 talsins. Allar nema 7 eru enn í srörfum sem leikskólakennarar. Við erum með bókasafnsfræðing, myndlistarmann, félagsráðgjafa, sérkennsluráðgjafa svo eitthvað sé nefnt. Við höfum brallað ýmislegt saman svo sem að spjalla, slúðra, borða saman og fara í ferðalög saman.

Ég var alltaf ákveðin í því að dóttir mín (þegar ég eignaðist hana) skyldi heita eftir þessum úrvalskonum öllum: Úrsúla Vala, en þegar ég eignaðist dóttur var hún nefnd Halla Björg. Ég hef oft velt því fyrir mér síðan hvernig Úrsúla Vala gat orðið að Höllu. Sennilegast þykir mér að brjóstamjólkurþokan hafi villt mér sýn og komið í veg fyrir þetta. Nú er ég komin úr barneign og verfandi líkur á að Úrsúla Vala líti dagsins ljós. Ég skora því á afkomendur Úrvalsins að muna eftir þessu nafni.


Hvernig eiga feitar konur að haga sér í svefnherberginu?

Fyrir u.þ.b. 20 árum þegar veður var gott keypti ég mér stundum blað til að glugga í á svölunum.  Fannst íslensku tímaritin þunn og leiðinleg og keypti því Cosmopolitan. Í Cosmopolitan í þá daga var tekið á alls konar málefnum, en sérstaklega var hægt að lesa sér til um hvernig ætti að ná sér í mann og halda í hann, hvernig ætti að klæða sig og bera sig að tilað vera sexy, hvernig ætti að verða grannur og halda sér grönnum ,hvernig maður átti að vita hvort hann væri hinn eini sanni, hvernig ætti að sætta sig við sjálfan sig þó maður burðaðist með aukakíló og svo framvegis.

Ég sem var mikill feministi las þetta og óskapaðist svo yfir því verulega hneyksluð hvernig skóðanir kvenna væru mótaðar og lítið gert úr konum á þennan hátt

Einni grein öðrum fremur er mér minnistæð en hún var um það hvernig feitar konur ættu að haga sér í svefnherberginu ef svo ólíklega vildi til að þær næðu sér í bólfélaga. Því miður geymdi ég ekki þessa grein en hef oft vitnað í hana á umliðnum árum. Mun ég nú deila með ykkur þeirri þekkingu sem ég öðlaðist við lestur greinarinnar og gæti hjálpað ótal konum ísvipuðum aðstæðum:

Þegar þú kemst á séns reyndu að sjá svo til að næturstaðurinn sé heima hjá þér, því þá getur þú komið hlutunum þannig fyrir að þeir dragi athyglina frá hinni feitu þér. Þú skalt endilega hafa daufara ljós þín megin í rúminu og sterkara hans megin. Ekki hafa spegla í svefnherberginu, það er ekekrt gaman að horfa á feitar konur. Alls eeki láta hann plata þig til að klæðast sexý nærfötum, því sama hvað hann segir og biður þig þá finnst engum flott að sjá feitar konur í sexý undirfötum. Um morgunin þegar þú vaknar kemstu ekki hjá því að fara fram úr, þó ekki sé nema til að pissa, ef þú hefur ekki verið svo forsjál að hafa slopp til taks við rúmið eða ef þú ert ekki á heimavelli. Skaltu bara vefja um þig sænginni og bakka með þokka fram en ekki láta hann sjá þig nakta undir neinum kringumstæðum. Þegar hann biður þig um að búa til morgunmatin alsber (sem greinilega er vaninn) þá segir þú bara nei. Alveg sama hvað hann biður vel þú skalt segja nei. Nú erum við heima hjá mér og ég ræð. Ég bý ekki til matinn alsber og hana nú.

Fleiri ráð voru gefin sem ég man ekki hver voru því miður en vonandi geta þessi ráð leiðbeint feitum konum í svefnherberginu og gert þær ánægðari með sig.


Helga Einarsdóttir látin

Í dag fór fram útför Helgu Einarsdóttur. Ég hafði þá ánægjulegu reynslu að fá að kynnast aðeins Helgu í gegnum starf mitt sem sérkennsluráðgjafi. Helga vann ötullega og af elju og krafti fyrir réttindum blindra og sjónskertra og vann af miklum eldmóði við að byggja upp þekkingarmiðstöð í þeim efnum. Það er mikill missir fyrir lítið samfélag að missa svo ötulan talsmann. Helga var alltaf brosandi og skemmtileg og gaman að vinna með henni. Hún var frábær fyrirlesari þar sem stutt var í grínið hjá henni og unun að hlusta á fræðandi fyrirlestra hennar.

Ég sendi fjölskyldu hennar og börnum innilegar samúðarkveðjur. 


Borgarstarfsmenn í rússíbana

Ætli verði einhverjar breytingar á vinnu okkar borgarstarfsmanna? Ég er ekki viss um að pólitíkusar gerir sér grein fyrir hvílíku umróti svona ákvarðanir hafa á starfsemi Reykjavíkurborgar.
mbl.is Nýr meirihluti að fæðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skutlan-Ég

Nú nálgast tíminn "að sækja og sendast". Í sumar hef ég verið að mestu laus við skutl á skauta, lúðrasveit, karate og þess háttar, en nú fer í hönd skutlið aftur.

Það fer ótrúlega mikill tími í lífi foreldra að skutla börnum sínum til og frá tónlistartímum og íþróttum og þurfa menn að vera vel skipulagðir í þetta starf. Stundum finnst mér eins og ég gæti verið í fullri vinnu við þessja iðju. Þegar þau byrjuðu var voða sætt og krúttlegt að sjá þau á skautunum og þau æfðu einu sinni í viku en nú keyri ég þau flesta daga vikunnar enda eru þau ekki í sama flokki.

 Guðmundur Páll     skautaæfing2     reykjavikurmot2007    _B2D8482

 

Starfsheiti mitt við þetta er skutla. Þannig að nú má kalla mig Systu skutlu, en sumir segja Systa ofurskutla.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband