Úrvalið

Einn hópurinn sem ég tilheyrier Úrvalið. Við hittumst einu sinni í mánuði og höfum gert það í 26 ár. Það sem við eigum sameiginlegt er að hafa útskrifast úr FÓSTURSKÓLA íSLANDS 1982, en við erum úrval þeirra sem útskrifuðumst það ár. Við erum 10 talsins. Allar nema 7 eru enn í srörfum sem leikskólakennarar. Við erum með bókasafnsfræðing, myndlistarmann, félagsráðgjafa, sérkennsluráðgjafa svo eitthvað sé nefnt. Við höfum brallað ýmislegt saman svo sem að spjalla, slúðra, borða saman og fara í ferðalög saman.

Ég var alltaf ákveðin í því að dóttir mín (þegar ég eignaðist hana) skyldi heita eftir þessum úrvalskonum öllum: Úrsúla Vala, en þegar ég eignaðist dóttur var hún nefnd Halla Björg. Ég hef oft velt því fyrir mér síðan hvernig Úrsúla Vala gat orðið að Höllu. Sennilegast þykir mér að brjóstamjólkurþokan hafi villt mér sýn og komið í veg fyrir þetta. Nú er ég komin úr barneign og verfandi líkur á að Úrsúla Vala líti dagsins ljós. Ég skora því á afkomendur Úrvalsins að muna eftir þessu nafni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband