14.8.2008 | 16:10
Helga Einarsdóttir látin
Í dag fór fram útför Helgu Einarsdóttur. Ég hafði þá ánægjulegu reynslu að fá að kynnast aðeins Helgu í gegnum starf mitt sem sérkennsluráðgjafi. Helga vann ötullega og af elju og krafti fyrir réttindum blindra og sjónskertra og vann af miklum eldmóði við að byggja upp þekkingarmiðstöð í þeim efnum. Það er mikill missir fyrir lítið samfélag að missa svo ötulan talsmann. Helga var alltaf brosandi og skemmtileg og gaman að vinna með henni. Hún var frábær fyrirlesari þar sem stutt var í grínið hjá henni og unun að hlusta á fræðandi fyrirlestra hennar.
Ég sendi fjölskyldu hennar og börnum innilegar samúðarkveðjur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.