Clapton og hinsegin dagar

Ég fór að hlusta á Clapton á föstudagskvöldið ásamt vinkonu minni. Við komum snemma og fengum stæði frekar nálægt sviðinu svo við höfðum ágætt útsýni á goðið og hans fylgifiska.

Við stóðum frá hálfátta til tónleikaloka, og svitnuðum og ég var farin að finna til í öllum skrokknum þangað til Clapton fór að spila gömlu lögin sín, þá var eins og fyrri töfra allir verkir hurfu og svitinn þurrkaðist upp ( þá varð ég ung í annað sinn.) Mér fannst tónleikarnir mjög góðir og Clapton gamli í essinu sínu. Ég hafði búist viðað hann væri orðinn fyrirgengilegur en hann leit vel út og var ekki að sjá að þarna færi gamall maður, held hann hafi bætt á sig og fer það honum vel.  Þarna voru líka frábærir tónlistarmenn með honum og blúsfílingurinn góður. Ég saknaði þó margra gamalla góðra laga. Skyldi Elían í sætunum líka hafa svitnað? Eða svitna þau ekkert?

Daginn eftir fór ég að skoða hinsegin gönguna og er gleðiganga mikið réttnefni. Það er ekki hægt annað en að smitast af gleðini sem þarna ríkir og fólkið í göngunni var glæsilegt. Fór svo á kaffihús með vinu minni og sátum dágóða stund á kaffi París og nutum góða veðursins og mannlífsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband