"Þetta er bara lítið þorp og það þrífst ekkert svona hér"

Ég lagði leið mína ásamt fleirum um daginn í Slevoginn, nánar tiltekið í kirkjugarðinn á Stönd. Var að huga að leiðum ástvina sem þar eru grafnir. Eftir að hafa vökvað leiðin og kíkt í kirkjuna og á nokkra seli að leika sér í flæðarmálinu ákváðum við að koma við einhvers staðar og fá okkur kaffi. Að þesssu sinni komum við ekki við í T-bænum, sem er notalegt og gott kaffihús í Selvoginum þar sem ætíð er vel á móti manni tekið og veitingar mjög góðar. Nei ég hafði heyrt að það væri komið nýtt kaffihús í Þorlákshöfn og af nokkurri nýungagirni og eftirvæntingu ókum í Þorlákshöfn. Við keyrðum nokkuð lengi um göturnar en ekki fannst neitt kaffihúsið. Þá rákum við augun í eitthvað hús sem á stóð Svarti sauðurinn. Við kíktum þarna inn. Inni var frekar tómlegt og þetta líktist frekar veitingahúsi en kaffihúsi. Fram kom kona nokkur og við spurðum hvort hún væri nokkuð með kaffi. "Nei" þarna var bara matsala. Þá spurðum við hvort ekki væri kaffihús í bænum. Hún brást hin versta við og sagði með þó nokkrum þjósti: "Nei það er ekkert kaffhús hér, þetta er bara lítið þorp og það þrífst ekkert svona hér, en ég get svosem selt ykkur kaffi".Mér verður sjaldan orðavant en það kom svo á mig að ég svaraði ekki, kvaddi ekki, en gekk bara út. Þá varð bróður mínum að orði: "það er ekki nema von að slíkt þrífist ekki ef þetta eru móttökurnar sem gestir fá"

Við fórum á Bláa hafið og þar rákumst við á þetta fína kaffihlaðborð og allir fóru ánægðir heim. Og þá er sagan búin.

 Strandarkirkja í Selvogi  Strandarkirkja í Selvogi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband