Fitubollusportföt?

Ég hef verið að undirbúa mig andlega fyrir að hefja líkamsrækt á ný. En fyrir mig er svona andlegur undirbúningur nauðsynlegur. Ég fór meira að segja í íþróttavöruverslun og fjárfesti í leikfimisfötum, en það var nú ekki heiglum hent.  Ég þurfti nefnilega að finna æfingaföt í yfirstærð og þá er ekki um auðugan garð að gresja. Eins og við allar vitum sem erum stórar stelpur eru til fitubollubúðir sem sérhæfa sig í fallegum fatnaði fyrir feitar konur. Stundum er meira að segja hægt að fá á sig föt í öðrum dömubúðum.

En íþróttavöruverslanir eru ekki með mikið á boðstólum fyrir okkur sem tilheyrum samfélagi feitra kvenna. En hvernig eigum við að byrja á því að hreyfa okkur meira ef það er svona erfitt að fá tilheyrandi flíkur?  Þarf maður að þekkja saumakonu/mann? Og hvað ætli það kosti nú?

Eftir mikla leit fann ég þó eitthvað sem ég get notað en auðvitað ekki það sem ég helst vildi. Því miður ekki til í minni stærð. En ég ætla samt að láta til skarar skríða þó ég verði ekki flottust. En kannski er til einhver svona búð sem selur sport/útivistarfatnað fyrir okkur stóru konurnar (og karlana líka), en ég bara veit ekki um hana. Samt erum við ekki svo sjaldgæfar. Ég hef til dæmis séð nokkuð margar svona konur á öllum aldri.

Jæja best að fara að sökkva sér niður í fræðimannastörfin og reyna að afkasta sem mestu á sem stystum tíma svo ég komist út í sólina áður en hún hverfur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Gott hjá þér, ég ætti náttúrulega að taka þig til fyrirmyndar ekki veitir af. Þú verður náttúrulega flottust.  Hlakka til að lesa um glímuna við líkamsræktartækin.  

Kristín Dýrfjörð, 16.7.2008 kl. 10:59

2 identicon

 Ég veit svo sem ekki hvernig líkamsræktarföt líta út í dag en eru þau ekki öll teygjanleg og þess vegna fyrir feita og mjóa og allt þar  á milli svona "one size fit all" dæmi?

Hins vegar veit ég að líkamsræktarfrík eru afskræmd af einhverju annarlegu litarafti og ofurspennu í vöðvum svo þú skalt passa þig Systa mín að ánetjast ekki þessum andskota.

edda (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 12:29

3 Smámynd: Bergljót B Guðmundsdóttir

Takk fyrir góðar ábendingar Edda en ég held að lítil hætta sé á að ég ánetjist þessu.

Bergljót B Guðmundsdóttir, 17.7.2008 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband