Sumarblús

Komið sæl

Nú er drengurinn minn kominn úr sveitinni þar sem hann hafði þann starfa að reka kýr. Hann var sumsé kúarektor. Þetta fórst honum afar vel úr hendi. Hann er tíu ára gamall og sá um þetta verkefni ásamt einum 7 ára.  Hann undi sér stórvel í sveitinni og er ákveðinn í að fara aftur seinna í sumar.

Ég sit enn og þykist vera að skrifa ritgerð og gera rannsókn. Júlímánuður er ekki alveg rétti tíminn fyrir það. Það er erfitt að ná í viðmælendur og þeir eru á fartinni. Það eru líka leiðbeinendur og undirrituð er mjög tvístruð í hugsun á svona fögrum dögum og með pínkulítið frjókornaofnæmi. Þá er erfitt að halda sér við efnið (allt góðar flóttaleiðir).

Þarf nú að drífa mig heim og taka til í ísskápnum sem er fullur af ónýtum mat. Maður ætlar að vera hagsýnn og kaupa fram í tímann en skipulagið er alltaf eitthvað að riðlast og börnin koma ekki í mat og þar með er sá draumur úti og best að fara að kaupa daglega. Ég kveð ykkur þá í bili.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já Systa mín kær skil vel að auðveldara er að taka til í ísskápnum en skrifa ritgerð. Sjáumst á morgun.

eddak (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 16:21

2 Smámynd: Bergljót B Guðmundsdóttir

Já og afar nauðsynlegt verk sem liggur mikið á að framkvæma. Hugsið ykkur annars hvernig útlitið verður í ísskápnum?

Bergljót B Guðmundsdóttir, 15.7.2008 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband