Sumarbústaðarferð

Um síðustu helgi fór ég í hina langþráðu ferð í sumarbústað með Meyjardansinum mínum. Við fórum í rigningu og roki í bústað í Gljúfri sem er milli Selfoss og Hveragerðis. Þetta var afslöppunarferð. Við höfðum það notalegt og dekruðum hver við aðra með nuddi, kremum og naglalakki og framtíðarspám.

 pedicure   Særún og Björk heilun eða dekur?

Tvær fóru í nudd í Heilsuhælinu sem ku vera afar notalegt, en þar sem eg þarf nú að vera samansaumuð Bónusbudda varð ég eftir á meðan þær fóru og lagði mig enda haðfi ég vaknað með þeim eldsnemma um morgunin eftir svefnlausa nótt þar sem bústaðutinn tókst næstum á loft í ótal vindkviðum næturinnar. Þær voru á við meðal jarðskjalfta en sennilega hefur fólk á Suðurlandi ekki fundið fyrir þessu enda ýmsu vant.

Ég varð síðan að slíta mig frá þessu káta fólki til að komast með skautadrenginn minn í bæinn en sá átti að keppa eldsnemma morguninn eftir.  Lentum í ofsaroki og hagléli sem að vetur væri á heimleiðinni.Þegar við svo mættum í Skautahöllina var enginn ís og keppninni frestað þar til seinna þann dag.  En hann stóð sig mjög vel og það er á slíkum stundum móðurhjartað er vel hlýtt og vesen við ofurskautaskutl gleymist á einu vetvangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Kristín Dýrfjörð, 28.9.2008 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband