27.9.2008 | 15:40
Fjölskyldumál
Hef ekki haft mikla þörf fyrir að blogga að undanförnu, en kannski breytist það eitthvað. Hef þó verið að fást við hitt og þetta.
Var um daginn á ráðstefnu um fjölskylduna sem haldin var á vegum Þjónsutumiðstöðvar Breiðholts i Gerðurbergi í tilefni af Breiðholtsdögum. Hún gekk vel og var aðstandendum til sóma. Þar kom fram að fjölskyldan er enn meginstoð fólks í þessu samfélagi en hlutverk hennar breytilegt eftir tíðaranda. Alltaf hefur því verið haldið fram að allt sé að fara á versta veg og að fjölskyldan sé að brotna í ölduróti breytinga í samfélaginu. Það virðist þó ekki vera reyndin, enda held ég að fjölskyldan muni halda áfram að vera hornsteinn samfélagins þó að á breytilegan hátt sé. Það sem ég hef meiri áhyggjur af eru að þeir sem ekki hafa sterka fjölskyldu á bak við sig eiga oft lítið sem ekkert stuðningsnet í lífsbaráttunni og það er það sem við þurfum að bæta á vegum samfélagsins. Ef til vill er það samfélagsábyrgðin sem er að minnka og tilfining okkar fyrir samstarfi okkar allra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.