Skutlan-Ég

Nú nálgast tíminn "að sækja og sendast". Í sumar hef ég verið að mestu laus við skutl á skauta, lúðrasveit, karate og þess háttar, en nú fer í hönd skutlið aftur.

Það fer ótrúlega mikill tími í lífi foreldra að skutla börnum sínum til og frá tónlistartímum og íþróttum og þurfa menn að vera vel skipulagðir í þetta starf. Stundum finnst mér eins og ég gæti verið í fullri vinnu við þessja iðju. Þegar þau byrjuðu var voða sætt og krúttlegt að sjá þau á skautunum og þau æfðu einu sinni í viku en nú keyri ég þau flesta daga vikunnar enda eru þau ekki í sama flokki.

 Guðmundur Páll     skautaæfing2     reykjavikurmot2007    _B2D8482

 

Starfsheiti mitt við þetta er skutla. Þannig að nú má kalla mig Systu skutlu, en sumir segja Systa ofurskutla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er að almennings samgöngutækjum???   Það ættu nú að vera hæg heimatökin hjá þér (búandi í hundraðogeinum) að kenna krökkunum á strætó!!

Bara hugmynd

Edda (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 11:39

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ég hef nú líka verið - og er - Kristín skutla. Annars hefur þetta minnkað talsvert. Bryndís - 13ára - æfir bæði karate og jassballett en hún er ansi dugleg að taka strætó. Við erum svo vel í sveit sett að hún getur einn vagn úr Vogunum á báða staðina og ekkert mikið labberí. Mér finnst allavega mikill munur að þurfa ekki að keyra báðar leiðir.....

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 14.8.2008 kl. 15:53

3 Smámynd: Bergljót B Guðmundsdóttir

Já þetta er nú það sem foreldrar gera nú til dags og ég örugglega ekki eina skutlan. En það þarf að fara niður á Hlemm til að taka strætó og í myrkri er það ekkert skemmtileg tilhugsun að vita af börnunum þar á ferð og af Suðurlandsbraut niður að Skautahöll.-Alls konar perrar á ferð!

Bergljót B Guðmundsdóttir, 14.8.2008 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband