14.8.2008 | 11:18
Skutlan-Ég
Nú nálgast tíminn "að sækja og sendast". Í sumar hef ég verið að mestu laus við skutl á skauta, lúðrasveit, karate og þess háttar, en nú fer í hönd skutlið aftur.
Það fer ótrúlega mikill tími í lífi foreldra að skutla börnum sínum til og frá tónlistartímum og íþróttum og þurfa menn að vera vel skipulagðir í þetta starf. Stundum finnst mér eins og ég gæti verið í fullri vinnu við þessja iðju. Þegar þau byrjuðu var voða sætt og krúttlegt að sjá þau á skautunum og þau æfðu einu sinni í viku en nú keyri ég þau flesta daga vikunnar enda eru þau ekki í sama flokki.
Starfsheiti mitt við þetta er skutla. Þannig að nú má kalla mig Systu skutlu, en sumir segja Systa ofurskutla.
Athugasemdir
Hvað er að almennings samgöngutækjum??? Það ættu nú að vera hæg heimatökin hjá þér (búandi í hundraðogeinum) að kenna krökkunum á strætó!!
Bara hugmynd
Edda (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 11:39
Ég hef nú líka verið - og er - Kristín skutla. Annars hefur þetta minnkað talsvert. Bryndís - 13ára - æfir bæði karate og jassballett en hún er ansi dugleg að taka strætó. Við erum svo vel í sveit sett að hún getur einn vagn úr Vogunum á báða staðina og ekkert mikið labberí. Mér finnst allavega mikill munur að þurfa ekki að keyra báðar leiðir.....
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 14.8.2008 kl. 15:53
Já þetta er nú það sem foreldrar gera nú til dags og ég örugglega ekki eina skutlan. En það þarf að fara niður á Hlemm til að taka strætó og í myrkri er það ekkert skemmtileg tilhugsun að vita af börnunum þar á ferð og af Suðurlandsbraut niður að Skautahöll.-Alls konar perrar á ferð!
Bergljót B Guðmundsdóttir, 14.8.2008 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.