Síðsumarsterror

Fólkið situr úti við kaffihúsin og spjallar og hlær. Fólkið er glatt af því að sólin skín og gaman að sitja úti við og skoða mannlífið. Svona eru sólardagar í Reykjavík, en nú er kominn sá tími þar sem sama myndin blasir við en við sjáum allt í einu einhvern spretta á fætur frá kaffinu sínu eða bjórnum, baða höndum í allar áttir og dansa villtan stríðsdans. GEITUNGARNIR er byjraðir að abbast upp á fólk og eru herskárir. Það bjargar manni enginn. Það þýðir ekkert að hringja í neyðarlínuna og biðja lögregluna að skerast í leikinn. Þú verður að berjast við þennan terror einn þíns liðs.

Hér áður birtust fréttir um  það í blöðum ef geitungur birtist í húsi hjá fólki og lögreglan var beðin um að koma og ráða niðurlögum hans og lögreglan gerði það með glöðu geði. Ég hugsa að það væri ekki vel séð hjá neyðarlínunni og lögreglunni ef þeir fengu slíkar hjálparbeiðnir nú á tímum og sennilega álitið gabb útkall. Það er gaman að velta fyrir sér hvernig tímarnir breytast með nýjum íbúum landsins (geitungarnir) Ætli það sé nokkuð hægt að kalla þá nýbúa lengur.

Eins var það frekar sjaldgæf sjón hér fyrr á árum að sjá fólk að tala við sjálft sig á göngu bænum, nú hins vegar er það orðið algeng sjón. Þó er þetta fólk ekki að tala við sjálft sig heldur nota handfrjálsan búnað á símana sína og þykir ekkert að slíkri hegðun í dag en á árum áður hefði sá sem hagaði sér þannig verið talinn undarlegur í meira lagi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

já ég hugsa oft til nágranna okkar þegar við unnum á Hlíðarenda sem í sínum daglegu gönguferðum þurfti mikið að ræða við sig og baða út höndum með jöfnu millibili, en það var rúmum tuttugu árum löngu fyrir tíma farsíma. Í dag mundi ekki nokkur maður líta við. Það sem var einkennilegt þá er viðtekið nú.

Kristín Dýrfjörð, 7.8.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband